Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Neyðarkallinn er ekki leikfang
  • Neyðarkallinn er ekki leikfang
Þriðjudagur 10. nóvember 2015 kl. 06:00

Neyðarkallinn er ekki leikfang

Eftir sölu á Neyðarkalli björgunarsveita nú um helgina hafa borist ábendingar um það að á einstaka kalli er drifskaftið sem karlinn heldur á ekki nógu vel límt og getur losnað við lítið átak.

Slysavarnafélagið Landbjörg hvetur styrktaraðila sína til þess að gæta þess að litlir fingur leiki sér ekki með Neyðarkallinn enda er hann ekki seldur sem leikfang heldur lyklakippa.

Komi til þess að Neyðarkallinn missi drifskaftið geta eigendur hans haft samband við skrifstofu félagsins og fengið nýjan í skiptum fyrir þann sem missti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024