Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neyðarfundur haldinn vegna slysins í Lófóten
Miðvikudagur 19. júní 2002 kl. 15:05

Neyðarfundur haldinn vegna slysins í Lófóten

Stjórn Vestvågøy eyjarinnar í Noregi, þar sem Guðrún Gísladóttir KE 15 sökk mun halda neyðarfund vegna slysisins en miklar áhyggjur hafa beinst af olíu sem er í bátnum og er óttast að hún flæði út og olli miklu mengunartjóni á þessum slóðum en um 300 tonn af díselolíu er innanborðs í Guðrúni Gísladóttur sem liggur á 40 metra dýpi skammt frá bænum Leksnes í Noregi.

Ákveðið hefur verið að funda með slökkviliðsstjóra eyjarinnar og munu línur skýrast betur þá, þó hefur strandgæslan verið að vakta staðinn sem Guðrún sökk og hafa kafarar þegar kannað flakið.

Mynd: Samsett af myndum NRK fréttastofunar í Noregi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024