Neyðarblysi skotið upp í Sandgerði
Í hádeginu sl. föstudag var tilkynnt um neyðarblys á lofti við Sandgerðishöfn. Við athugun á málinu með aðstoð Tilkynningaskyldunnar virðist sem blysinu hafi verið skotið uppi á landi. Ekki þarf að fjölyrða um ábyrgðarleysi þess sem skaut upp þessu blysi.Neyðarblys eru einungis ætluð til nota í neyð.