Neyðarblys yfir Njarðvík
Tilkynnt var um neyðarblys yfir Njarðvík skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags.Lögreglan kannaði málið. Ekki var vitað hvaðan blysinu var skotið á loft en ekki reyndist skip eða bátur í nauð. Beinist grunur að fikti með neyðarflugelda sem er alvarlegt mál enda dýrt spaug þegar kalla þarf út leitarflokka.