New York flugvél á leið til Keflavíkur – með Tommy Lee
Flugvél Icelandair, sem kom frá New York í morgun en þurfti að lenda á Egilsstöðum, kemur til Keflavíkurflugvallar nú í hádeginu. Meðal farþega er rokkarinn Tommy Lee, sem er að koma til landsins til þess að skemmta sér og öðrum. Tommy mun hins vegar ekki komast strax til Reykjavíkur, þar sem Reykjanesbraut er ennþá lokuð. Það hefur hins vegar ekki vafist fyrir íbúum Reykjanesbæjar að taka á móti þekktum einstaklingum, enda alltaf nóg við að vera í bæjarfélaginu.