Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nettómóti ekki frestað vegna kórónuveiru
Frá Nettómóti 2018
Miðvikudagur 4. mars 2020 kl. 18:18

Nettómóti ekki frestað vegna kórónuveiru

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill ítreka að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga.

Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Mælst er til að fólk noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um helgina verður haldið risavaxið mannamót í Reykjanesbæ en þá fer fram árlegt Nettómót í körfuknattleik þar sem yfir 1300 börn taka þátt og annar eins fjöldi fullorðinna fylgir barnahópnum.

Á vefsíðu Nettómótsins kemur eftirfarandi fram:


Nettómótið 2020 og COVID-19

Ágætu mótsgestir

Töluverð umræða hefur eðlilega verið í þjóðfélaginu varðandi COVID-19 veiruna og af því tilefni hafa nokkrar fyrirspurnir borist mótshöldurum um hvort af mótinu verði.

Af því tilefni skal áréttað, að engin áform eru um að fella mótið niður. Mótshaldarar hafa verið í samband við sóttvarnarsvið landlæknis og engin ástæða er talin til að falla frá fyrirhuguðum áformum.

Lögð verður áhersla á almennt hreinlæti með sérstaka áherslu á handhreinsun samkvæmt ráðleggingum. Eins er biðlað til fólks sem verið hefur að finna fyrir lasleika, verið á skilgreindum hættusvæðum sl. 14 daga, eða sent í sóttkví, að halda sig frá mótsstöðum sem og öðrum almenningsstöðum.

Á mótsstað mun jafnframt verða aðgengilegt handspritt með sýnilegum hætti og leiðbeiningar verða settar upp sem víðast með hvatningu um almennt hreinlæti og handþvott.

Mótshaldarar munu fara að öllu með gát og gefa út frekari leiðbeiningar hér á heimasíðunni og dreifa til allra liða með öðrum gögnum.

Íþróttasamband Íslands hefur jafnframt sent aðildarfélögunum sínum fjölpóst og vakið athygli á að fylgjast með nýjustu uppfærslum á vefsíðu embættis landlæknis:

Embætti landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar á vefsíðu landlæknis hér.

Bestu kveðjur

KarfaN, hagsmunafélag