Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nettó opnar fyrstu grænu verslun sína í Nettó Krossmóa
Þriðjudagur 24. nóvember 2020 kl. 18:30

Nettó opnar fyrstu grænu verslun sína í Nettó Krossmóa

Nýtt vélakerfi fyrir kæla og frysta í Nettó í Krossmóa í Reykjanesbæ kemur til með að spara 40.000 tonn af köldu vatni og lækka kolefnisspor kæla verslunarinnar um 99,977% milli ára. Þessum ótrúlega árangri er náð með því að skipta út kælum og frystum sem ganga fyrir freoni með tækjum sem ganga fyrir koltvísýringi. Á sama tíma má gera ráð fyrir að rafmagnsnotkun tengd kælitækjum í Nettó Krossmóum muni minnka um allt að 60% milli ára. 

 „Þetta verður fyrsta, en alls ekki síðasta, græna Nettó verslun okkar. Markmið er að innleiða þetta kerfi í allar okkar verslanir. Kolvetnisspor okkar lækkar gríðarlega með þessari breytingu. Á sama tíma eru LED lýsingar í kælunum sem eru flestir lokaðir en það tryggir líka betri vörugæði. Þannig spörum við enn frekar. Þessar breytingar rýma einnig vel við samfélagslega stefnu Nettó og Samkaupa,“ segir Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verslunin sjálf hefur einnig tekið ýmsum breytingum. Ný ávaxta og grænmetisdeild er mun stærri en sú gamla og er nú fremst í versluninni. Á sama tíma hefur úrvalið í lífrænu- og heilsudeild verslunarinnar stækkað. 

 „Við höfum orðið vör við breytta hegðun neytenda í kjölfar COVID og einnig sökum breytts lífsstíls. Neytendur eru meðvitaðri um umhverfisfótport sitt og hvað það lætur ofan í sig. Því mætum við þörfum þeirra með því að leggja aukna áherslu á holla matvöru. Svo má heldur ekki gleyma því að þeir geta allir fengið vörurnar sendar heim eða sótt þær í gegnum netverslun Nettó. 200 kr renna líka af hverri pöntun til góðgerðarmála þannig allir vinna,“ segir Hallur. 

Nettó rekur 17 verslanir um land allt og eina miðlæga netverslun á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að panta mat­vöru af netinu í 14 þeirra. Nettó var fyrsta lág­vöruverðs­verslunin til að opna net­verslun fyrir mat­vörur á Ís­landi í septem­ber 2017 og er sama verð í net­versluninni og í verslunum Nettó. 

Allir geta fengið vörurnar sendar heim eða sótt þær í gegnum netverslun Nettó. 200 kr renna líka af hverri pöntun til góðgerðarmála þannig allir vinna,“ segir Hallur.