Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nettó lenti illa í því síðast!
Harpa Dögg Kristjánsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Nettó í Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 5. júlí 2023 kl. 14:04

Nettó lenti illa í því síðast!

„Við búum í sterkbyggðum húsum,“ segir Sigurður Jónsson.

Ekki kom til fundar almannavarnarnefndar Grindavíkur kl. 13 þar sem nokkrir nefndarmanna eru ekki á staðnum og Grindvíkingar urðu minna varir við skjálftana síðustu klukkustundir. Að sögn Hjálmars Hallgrímssonar, lögreglumanns í Grindavík eru menn samt á tánum og ef eitthvað fer að gerast er fólk að sjálfsögðu kallað heim úr fríum og fundað verður. Almannavarnarnefnd ríkisins fundaði í morgun og mun funda aftur kl. 15, segja má að allir séu á vaktinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir kíktu í Nettó en í einum skjálftanum fyrir síðasta eldgos, varð mikið hrun á vörum úr hillum. Harpa Dögg Kristjánsdóttir er aðstoðarverslunarstjóri í Nettó. „Við erum auðvitað við öllu búin en erum ekki með neina viðbragðsáætlun í gangi. Ef það kemur stór skjálfti og við lendum í því eins og fyrir tveimur árum, bregðumst við einfaldlega við því. Skjálftinn síðast var ekkert svo stór en var bara svo nálægt. Sem betur fer gerðist þetta rétt fyrir lokun síðast og ekki urðu nein slys á fólki en mikið af vörum hrundi úr hillum og skemmdust. Við röðuðum því óskemmda aftur í hillurnar og opnuðum daginn eftir. Við getum lítið gert og verðum bara að taka því sem að höndum ber,“ segir Harpa.

Sigurður Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni var staddur í Nettó. „Það er gott að upptökin eru á sama stað og síðast en við Grindvíkingar gætum hugsanlega ekki hugsað okkur betri stað fyrir eldgos, þetta er fjarri Grindavík og engin hætta ætti að skapast. Svona er þetta bara á Reykjanesinu, það eru gígar út um allt, þetta er virkt svæði en við erum á öruggum stað. Svo treystir maður einfaldlega fólkinu sem er að skoða þessi mál svo ég persónulega er ekki smeykur við þetta. Við búum í sterkbyggðum húsum sem þola svona jarðskjálfta og ef það kemur aftur til eldgoss, mun það að öllum líkindum brjótast upp á svipuðum slóðum og síðast og þá ætti ekki að stafa nein hætta af því. Ef mér yrði skipað að giska á hvort það fari að gjósa eða ekki, myndi ég neyðast til að velja fyrri valkostinn, í síðustu tvö skipti hefur svona skjálftahryna leitt til eldgoss. Hvenær til þess kemur er síðan annað mál, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Sigurður.

Sigurður Jónsson