Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nettó leggur 1,5 milljónir króna til góðgerðamála um hátíðirnar
Föstudagur 22. desember 2023 kl. 14:00

Nettó leggur 1,5 milljónir króna til góðgerðamála um hátíðirnar

Nettó hefur úthlutað jólastyrkjum til Fjölskylduhjálpar, Samhjálpar og Mæðrastyrksnefndar að upphæð 500.000 krónur hvert fyrir jólin 2023. Koma þessir styrkir til viðbótar við aðra samfélagsstyrki sem Samkaup, sem á og rekur verslanir Nettó, veita árlega víðs vegar um landið á hinum ýmsu sviðum. 

Sannur jólaandi var allsráðandi meðal gesta og forsvarsmanna góðgerðafélaganna þegar þau Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó, og Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, afhentu fulltrúum félaganna styrkina. Lagt er kapp á að afhenda styrkina fyrir jól svo hægt sé að nýta þá í aðdraganda jóla.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, segir einstaklega ánægjulegt og mikilvægt að geta stutt við félög víðs vegar um landið með þessum hætti.  

„Við höfum þann vana að styrkja það mikilvæga starf sem góðgerðafélög vinna í desember ár hvert. Við vitum að desember getur verið erfiður fyrir margar fjölskyldur og hvað mörg njóta góðs af starfi Fjölskylduhjálpar, Samhjálpar og Mæðrastyrksnefndar. Við erum því afskaplega stolt af því að geta lagt þeim lið og hvetjum önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama,“ segir Heiðar.    

Rík áhersla á samfélagslega ábyrgð. 

Verkefnið er liður í umfangsmikilli samfélagstefnu fyrirtækisins og með jólastyrkjunum meðtöldum hafa Samkaup veitt tæpar 73 milljónir króna í styrki í ár. Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni, en fyrirtækið rekur yfir 60 verslanir víðs vegar um landið og rík áhersla er lögð á að styðja við nærsamfélagið á hverjum stað með fjölbreyttum hætti. Á hverju ári veitir Samfélagssjóður Samkaupa styrki í mikilvæg málefni sem tengjast æsku- og forvarnarstarfi, lýðheilsu-, umhverfis- og góðgerðastarfi.