Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nettó gaf hálfa milljón króna í Velferðarsjóðinn
Föstudagur 27. desember 2013 kl. 10:30

Nettó gaf hálfa milljón króna í Velferðarsjóðinn

Nettó gaf hálfa milljón króna til Velferðarsjóðs Suðurnesja nú á aðventunni. Framlagið var afhent í verslun Nettó í Reykjanesbæ á Þorláksmessu. Það voru þau Bjarki Þór Árnason verslunarstjóri og Erla Valgeirsdóttir aðstoðarverslunarstjóri sem afhentu framlagið en Þórunn Íris Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja veitti framlaginu viðtöku. Myndin var tekin við þetta tækifæri.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024