Netþjónn Víkurfrétta að "kafna úr hita"
Nokkur vandræði hafa verið í dag fyrir notendur að tengjast vefsíðu Víkurfrétta. Ástæðan er sú að unnið hefur verið að því í dag að flytja netþjón heimasíðunnar þar sem hann var að "kafna úr hita" síðustu daga á gömlum slóðum. Hiti í veðri síðustu daga hefur ekki verið til að hjálpa til við loftræstingu netþjónanna. Nú er netþjónninn kominn í nýtt hús á kaldari slóðum og vonandi eiga vandræðin að vera yfirstaðin.