Netsíða Víkurfrétta 10. vinsælasti vefur landsins
Víkurfréttir á Netinu eru tíunda vinsælasta vefsíða Íslands samkvæmt Virkri vefmælingu Modernus á teljari.is. Í síðustu viku voru gestir Víkurfrétta á Netinu samtals 12.754. Þessir gestir komu rúmlega 27.200 sinnum inn á síðuna og lásu 52.666 fréttir.
Þessi fjöldi inn á vef Víkurfrétta er mesti fjöldi sem sótt hefur vefinn á einni viku frá því vefurinn var settur í loftið. Nær sami fjöldi kom þó í heimsókn til okkar í 17. viku þessa árs, en nú voru gestirnir örlítið fleiri.
Frétt um bilaðan Ferrari Enzo sportbíl á Grindavíkurvegi á stærstan þátt í þeim gestafjölda sem sótti síðuna að þessu sinni, en að sjálfsögðu er einnig jöfn dreifing yfir alla efnisflokka. Á hverjum degi eru helstu málefnin vel lesin en það lætur nærri að notendur síðunnar séu nærri tvöþúsund á dag. Í gær voru t.am. 2207 tölvur (IP-tölur) sem tengdust vf.is og innlitin voru 3433. Samtals voru lesnar 7685 fréttir eða greinar í gær.
Víkurfréttir vonast til að geta tekið í gagnið nýjan og breyttan vef Víkurfrétta í þessari viku. Það verður nánar kynnt þegar nær dregur.
Þessi fjöldi inn á vef Víkurfrétta er mesti fjöldi sem sótt hefur vefinn á einni viku frá því vefurinn var settur í loftið. Nær sami fjöldi kom þó í heimsókn til okkar í 17. viku þessa árs, en nú voru gestirnir örlítið fleiri.
Frétt um bilaðan Ferrari Enzo sportbíl á Grindavíkurvegi á stærstan þátt í þeim gestafjölda sem sótti síðuna að þessu sinni, en að sjálfsögðu er einnig jöfn dreifing yfir alla efnisflokka. Á hverjum degi eru helstu málefnin vel lesin en það lætur nærri að notendur síðunnar séu nærri tvöþúsund á dag. Í gær voru t.am. 2207 tölvur (IP-tölur) sem tengdust vf.is og innlitin voru 3433. Samtals voru lesnar 7685 fréttir eða greinar í gær.
Víkurfréttir vonast til að geta tekið í gagnið nýjan og breyttan vef Víkurfrétta í þessari viku. Það verður nánar kynnt þegar nær dregur.