Netaverkstæði á villigötum
Svæðið er undir stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og sagði Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri, í samtali við Víkurfréttir að þetta svæði sé ekki ætlað undir netagerð og að þarna sé einhver sem hafi ætlað að skapa sér aðstöðu til að verka netin sín. Sá hinn sami hafi því u.þ.b. viku frest til að fjarlægja netin að öðrum kosti verði þeim fargað. Einnig verð grennslast fyrir um hver hafi skilið þetta eftir með það fyrir augum að hann beri kostað af förgun.
Hryggðarsjón hefur blast við þeim sem hafa lagt leið um Hafnarveg, neðan við gömlu sorpbrennsluna, undanfarið, en á vegarslóðanum sem liggur niður að Pattersonflugvelli liggja nú netadræsur eins og hráviði um allt.
VF-mynd/Þorgils