Nesvellir: Opnunarhátíð á laugardaginn
Þjónustumiðstöðin á Nesvöllum í Reykjanesbæ verður formlega tekin í notkun næstkomandi laugardag. Í tilefni dagsins veður sérstök opnunarhátíð frá kl. 14 - 17 og eru allir velkomnir.
Kombó Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur fyrir gesti, boðið verður upp á danssýningu, myndlistarsýningu, hoppukastala, grillpylsur með kók, tertu og kaffi og fleira.
Þjónustumiðstöðin á Nesvöllum er hluti af heildstæðu skipulagi þar sem saman koma almannaþjónusta og einkarekin þjónusta fyrir 55 ára og eldri. Í þjónustu á svæðinu er lögð áhersla á öryggi, heilbrigði, félagslíf og margþáttaða menningarstarfsemi.
Einnig er lögð áhersla á tengingu vandaðs félags- og þjónustukjarna við hjúkrunarheimili, öryggis- og þjónustuíbúðir og heimilisþjónustu við eldri borgara hvar sem þeir búa í bænum.
VF-mynd/Elg