Nesvellir: Fyrstu skóflustungur teknar í morgun
Fyrstu skóflustungurnar að Nesvöllum, þjónustusvæði eldri borgara, voru teknar í blíðviðrinu í morgun að viðstöddu fjölmenni. Á undan skóflustungunum fór fram í Stapa kynning á verkefninu og var þar saman kominn mikill fjöldi eldri borgara þannig að áhugi þeirra á verkefninu er mikill.
Í heild er fyrirhugað þjónustusvæði um 60 þúsund fermetrar. Þar eiga að rísa hjúkrunarheimili, öryggisíbúðir, félags- og þjónustumiðstöð, þar sem verður m.a. miðstöð heimaþjónustu, auk almennra íbúða fyrir 55 ára og eldri á svæðinu.
Áætlað er að 30 hjúkrunaríbúðir verði teknar í notkun árið 2007 og um sumarið er gert ráð fyrir að félags- og þjónustumiðstöðin verði risin auk a.m.k. 20 öryggisíbúða.
VF-mynd: elg
Í heild er fyrirhugað þjónustusvæði um 60 þúsund fermetrar. Þar eiga að rísa hjúkrunarheimili, öryggisíbúðir, félags- og þjónustumiðstöð, þar sem verður m.a. miðstöð heimaþjónustu, auk almennra íbúða fyrir 55 ára og eldri á svæðinu.
Áætlað er að 30 hjúkrunaríbúðir verði teknar í notkun árið 2007 og um sumarið er gert ráð fyrir að félags- og þjónustumiðstöðin verði risin auk a.m.k. 20 öryggisíbúða.
VF-mynd: elg