Nesvegur lagður bundnu slitlagi
Nesvegur, sem liggur frá Grindavík og út að Reykjanesvirkjun, verður lagður bundnu slitlagi í vor. Þessi vegur hefur mikla þýðingu í ferðaþjónustu á Reykjanesi og gerir hringleið frá Reykjanesbæ um Reykjanes og til Grindavíkur að álitlegum kosti.
Vegurinn var áður hlykkjóttur og holóttur og rykugur með eindæmum, enda vinsæl sérleið hjá rallökumönnum. Með meiri þjónustu fyrir ferðamenn á Reykjanesi hafa kröfur um betri veg orðið háværari og nú stefnir í að verktaki ljúki vegarbótum og bundnu slitlagi fyrir sumarið.
Vegurinn var áður hlykkjóttur og holóttur og rykugur með eindæmum, enda vinsæl sérleið hjá rallökumönnum. Með meiri þjónustu fyrir ferðamenn á Reykjanesi hafa kröfur um betri veg orðið háværari og nú stefnir í að verktaki ljúki vegarbótum og bundnu slitlagi fyrir sumarið.