Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nesprýði vinnur jarðvinnu fyrir nýjan skóla í Innri Njarðvík
Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 10:18

Nesprýði vinnur jarðvinnu fyrir nýjan skóla í Innri Njarðvík

Nú er að hefjast bygging á 1.áfanga nýs grunnskóla í Innri Njarðvík Reykjanesbæ sem Eignarhaldsfélagið Fasteign hf mun byggja og leigja síðan Reykjanesbæ. Fyrsti áfangi skólans mun verða alls um 3.500 m² sem verður fullbyggður í lok júlí 2005.

Fyrstu tilboðin í jarðvinnu hafa verið opnuð og varð niðurstaðan eftirfarandi:

1. Nesprýði ehf 6.744.000 kr 71,3%
2. Ellert Skúlason hf 7.402.650 kr 78,3%
3. Jarðvélar ehf 8.633.000 kr 91,3%
4. SEES ehf 8.920.000 kr 94,3%
5. SEES ehf (Frávikstilboð)   7.892.000 kr 83,4%
6. Rekan ehf  10.790.000 kr 114,1% 
  
Kostnaðaráætlun 9.459.000 kr

Samið verður við lægstbjóðanda Nesprýði ehf um verkið. Tilboð í uppsteypu skólans ásamt fullnaðarfrágangi utan- og innanhúss munu verða opnuð í byrjun apríl.

Myndin: Heiðarskóli í Keflavík. Nýr skóli í Innri Njarðvík verður byggður eftir sömu teikningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024