Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nesprýði býður lægst í útivistarsvæði á Fitjum
Föstudagur 14. júní 2002 kl. 10:40

Nesprýði býður lægst í útivistarsvæði á Fitjum

Nesprýði ehf. var lægstbjóðandi í fyrsta áfanga á útivistarsvæði við Fitjar. Fyrirtækið bauð tæpa 41 milljón kr. í verkið en kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar hljóðaði upp á ríflega 54 milljónir króna. Sex tilboð bárust í verkið en bæjarráð fjallaði um tilboðin á fundi sínum í vikunni.Eftirtalin tilboð bárust í Útivistarsvæði Fitjum – 1. áfangi:
Ellert Skúlason ehf. kr. 47.000.000,-
Rekan ehf. kr. 52.161.608,-
S.E.E.S. ehf. kr. 45.312.656,-
Í.A.V. hf. kr. 46.048.661,-
Toppurinn innfl. ehf. kr. 71.126.460,-
Nesprýði ehf. kr. 40.751.670,-
Kostnaðaráætlun kr. 54.236.000,-
Óskað er eftir, þar sem ekki var reiknað með kostnaði þessum að öllu leyti í fjárhagsáætlun kr. 20.000.000,- verði vísað í endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Umhverfis- og tæknideild leggur til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda Nesprýði ehf. að kr. 40.751.670,-. Frestað og bæjarstjóra falið að ræða við lægstbjóðanda um framvindu verksins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024