Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nesfiskur: Minni karfi en áður
Föstudagur 9. júlí 2004 kl. 10:37

Nesfiskur: Minni karfi en áður

„Það er minni karfi heldur en verið hefur á þessum tíma,“ segir Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri Nesfisks hf. í Garði en fyrirtækið gerir út 7 báta og er með um 5 þúsund tonna kvóta. Að sögn Bergþórs eru bátarnir helst að fiska ufsa og þorsk sem unnin er í vinnslu fyrirtækisins í Garði.
Berglín sem er eitt togskipa Nesfisks mun halda til Póllands í lok júlí þar sem gert verður við skipið. „Við reiknum með að Berglín verði frá veiðum í 6 vikur en annars verða allir bátar á sjó fyrir utan tveggja vikna stopp í kringum Verslunarmannahelgina.“
Hjá Nesfiski vinna um 200 manns og eru vinnslu- og höfuðstöðvar fyrirtækisins staðsettar í Garði.

Mynd: Úr fiskvinnslu Nesfisks í Garði. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024