Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Nemendur vinnuskólans kynna sér verknám í FS
  • Nemendur vinnuskólans kynna sér verknám í FS
Miðvikudagur 21. júní 2017 kl. 17:00

Nemendur vinnuskólans kynna sér verknám í FS

Látum verkin tala - Verknámssmiðjur í FS hófust í gær í samstarfi Reykjanesbæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Markmið verkefnisins er að kynna og vekja áhuga nemenda sem voru að ljúka 9. bekk grunnskóla á verknámi.
 
Verknámssmiðjurnar eru hluti af vinnuskólanum þar sem nemendum bauðst kostur á að velja smiðjur í háriðn, textíl, rafmagni, húsasmíði og/eða málmsuðu þegar þeir skráðu sig í vinnuskólann fyrr á þessu ári. Nemendur fá að vinna verkefni en með þessum hætti er vonast til að nemendur geti valið námsleiðir eftir sínu áhugasviði.
 
Íslenskir aðalverktakar, Isavia og Verslunarmannafélag Suðurnesja styrkja verkefnið, en Helga María Finnbjörnsdóttir, fulltrúi Beinnar leiðar í fræðsluráði, lagði þessa tillögu fram í ráðinu í apríl 2016. Ekki tókst að framkvæma hugmyndina í fyrrasumar en nú er hún komin í framkvæmd. Helgu Maríu finnst mikilvægt að stutt sé við iðn- og verknám enda njóti samfélagið góðs af því að hér séu iðnmenntaðir einstaklingar.
 
Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Látum verkin tala - Verknámssmiðjur FS