Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendur útskrifast í fyrsta sinn úr Fagnámi í verslun – og þjónustu
Föstudagur 18. desember 2020 kl. 14:49

Nemendur útskrifast í fyrsta sinn úr Fagnámi í verslun – og þjónustu

Nemendur útskrifuðust í fyrsta sinn úr Fagnámi í verslun – og þjónustu úr Verzlunarskóla Íslands í gær. Námið er unnið í nánu samstarfi við Samkaup sem býður upp öflugt vinnustaðanám sem er hægt að fá metið til eininga. Fagnám í verslun og þjónustu er 90 eininga nám sem kennt er í fjarnámi og við lok námsins öðlast starfsmaður Fagpróf í verslun og þjónustu.

 „Þetta er auðvitað stór áfangi fyrir þá nemendur sem eru að útskrifast og óska ég þeim til hamingju. Við hjá Samkaupum erum stolt af því að geta veitt þeim hjálparhönd og að geta boðið upp á þann möguleika að hægt sé að stunda nám meðfram vinnu. Markmiðið er að gefa starfsmönnum tækifæri til að afla sér aukinnar sérþekkingu og hæfni sem nýtist í starfi ásamt því að þjálfa faglega og persónulega færni hvers starfsmanns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrír nemar útskrifuðust í dag en um það bil 40 nemendur eru skráðir í námið. Allir þrír vinna hjá Samkaupum. Nemendur fengu reynslu sína metna, til frama og eininga.                                                                                     
„Öll þrjú eru að stíga áfram næstu skref í starfsþróun, ein til dæmis fer úr því að vera verslunarmaður yfir í það að vera verslunarstjóri. Verslunarstörf eru sífellt að þróast og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með þeim og að fylgjast með þeim vaxa og dafna í starfi,“ segir Gunnur. 

Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og Samkaup strax.