Nemendur úr 1. bekk tóku fyrstu skóflustunguna
Grunnskólanemar í 1.bekk Stóru-Vogaskóla tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri 1300 fermetra viðbyggingu skólans við hátíðlega athöfn í dag. K.S. verktakar munu sjá um byggingu viðbyggingarinnar og strax á morgun mun vinnuvél mæta til starfa. Um er að ræða tæpa helmingsstækkun skólans.
Kalt og hvasst var í veðri en krakkarnir létu það ekki á sig fá og mokuðu af mikilli ákefð, að lokum var viðstöddum boðið í kaffi og kökur til að fagna þessum merka áfanga.
VF-myndir/ Jón Björn: Efri mynd, krakkarnir voru mjög duglegir við moksturinn, neðri mynd, verksamningur undirritaður.