Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendur Myllubakkaskóla heimsækja Víkurfréttir
Mánudagur 20. október 2003 kl. 14:42

Nemendur Myllubakkaskóla heimsækja Víkurfréttir

Nemendur úr Myllubakkaskóla heimsóttu Víkurfréttir í dag, en nemendurnir eru í valáfanga í skólanum þar sem fjallað er um fjölmiðla og kvikmyndir. Hópurinn kynnti sér starfsemi Víkurfrétta og skoðuðu hvernig blaðið er unnið. Ingiber Óskarsson tölvukennari við Myllubakkaskóla er kennari hópsins og segir hann að í valáfanganum séu tveir hópar. „Nemendurnir í 10. bekk eru 10 talsins og í 9. bekk eru nemendurnir 16.“ Ingiber segir að nemendurnir séu mjög áhugasamir í áfanganum og sérstaklega hvað varðar kvikmyndaþáttinn. Í áfanganum er ekki gert ráð fyrir eiginlegu prófi, heldur munu hóparnir vinna stuttmyndir, auk þess að gefa út blað í lok áfangans.

VF-ljósmynd: Áhugasamir nemendur úr Myllubakkaskóla hlýða á Jónas Franz Gíslason markaðsstjóra Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024