Nemendur mótmæla sektum og bílastæðaskorti
Vel á annað hundrað nemendur á um 70 bílum þeyttu bílflautur og óku í fylkingu um Reykjanesbæ fyrir hádegi.Nemendurnir voru úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja og voru að mótmæla of fáum bílastæðum við skólann. Einnig mótmæltu nemndur sektarboðum lögreglunnar en lögreglan í Keflavík hefur verið „dugleg“ að mati nemenda að sekta ólöglega lagðar bifreiðar.
Farið var með mótmælabréf að lögreglustöðinni, til sýslumanns og til fundar við bæjarstjórann í Reykjanesbæ.
Farið var með mótmælabréf að lögreglustöðinni, til sýslumanns og til fundar við bæjarstjórann í Reykjanesbæ.