Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nemendur Keilis smíða eldflaug
Föstudagur 13. september 2013 kl. 07:16

Nemendur Keilis smíða eldflaug

Fyrsta árs háskólanemendur í Keili eru um þessar mundir að vinna að því að smíða eldflaug og var afrakstur verkefnisins hingað til, sýndur á hádegisfyrirlestri í síðustu viku. Jakob Myrkvi Garðarsson og Jón Zophaníasson kynntu verkefnið fyrir hönd hópsins en verkefnið á að efla samvinnu og liðsheild. Að sögn Jakobs Myrkva gekk það vonum framar. „Þetta er mjög krefjandi verkefni, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að skólinn byrjaði um miðjan ágúst og að smíða eldflaug frá grunni er ekki einfalt mál,“ sagði Jakob Myrkvi. Verkefnið hefur fengið heitið KAPP (KIT All Purpose Projectile).

Flókin hönnun á bak við eldflaugina

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ætlast er til að eldflaugin nái a.m.k. 1500 metra hæð frá jörðu. Hæðin verður rúmur metri og mun eldflaugin skiptast niður í nokkur hólf sem þjóna hvert sínum tilgangi. Mótorinn er byggður eftir hugmyndum um virkni Babyheat mótorsins sem framleiddur er í Danmörku. Mótorinn er byggður þannig að tankur með fljótandi súrefni opnast inn í neðra hólf sem er fyllt af Paraffin vaxhólkum. Þar kviknar í og súrefnið brennur. Við það myndast mikill þrýstingur sem hleypt er í gegnum þröngt gat og eldflaugin rýkur upp í loftið. Flaugin er sjálfstýrð með Arduino tölvuborði sem er fest á gíróskóp sem skynjar halla flaugarinnar og getur rétt hana við með fjórum flöppsum sem staðsettir eru á neðri parti hennar.

Á kynningunni gátu gestir séð hvernig stýrikerfið virkar að stórum hluta og einnig var kveikt í þeim hluta eldflaugarinnar sem hefur að geyma mótorinn og eldsneytið. Flestir viðstaddir voru undrandi á því hversu langt verkefnið væri komið á ekki meira en viku sem nemendur höfðu haft til að vinna að því. Margt á þó enn eftir að gera þar til hægt verður að skjóta flauginni upp. Ekki er vitað með vissu hvenær eldflaugin verður tilbúin.