Nemendur í tæknifræðinámi Keilis kynna lokaverkefni sín
Nemendur í tæknifræðinámi Keilis kynna lokaverkefni sín dagana 8. - 15. júní. Kynningarnar eru öllum opnar og fara fram í húsnæði Keilis stofu A3 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ.
Kynningar á lokaverkefnum í tæknifræðinámi Keilis hófust með kynningu Bjargar Árnadóttur um áfhrif nýtingar hratvarma við upphitun jarðvegs. Rannsóknir sínar vann Björg á lóð Keilis en þar hefur verið fyrir rörum á mismunandi dýpi í jarðveginum. Í þau er síðan stýrt affallinu af heitu vatni skólans. Könnunin felst í því að kanna áhrif hita og raka á vöxt nokkurra plantna og trjáa. Athyglisverðar niðurstöður fengust.
Laugardaginn 23. júní næstkomandi verða fyrstu tæknifræðingarnir frá Keili brautskráðir með BS gráðu og réttindi til að sækja um starfsheiti tæknifræðings til Tæknifræðingafélags Íslands.
Hægt er að nálgast upplýsingar um lokaverkefni og yfirlit yfir dagsetningar á kynningum nemenda í viðburðadagatali Keilis á: www.keilir.net/kit