Nemendur í Reykjanesbæ áhugasamari um námið
– eftir iPadvæðingu
Reykjanesbær er að innleiða notkun iPad í kennslu á unglingastigi í öllum skólum bæjarins. Að sögn Haraldar Axels Einarssonar aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla og Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra í Reykjanesbæ virðast nemendur vera áhugasamari um nám sitt eftir að þeir fengu afhenda iPad til persónulegra nota í námi sínu. Frá þessu er greint í frétt frá Reykjanesbæ.
Haraldur segir að nemendur séu vinnusamari og að þeir virðist eiga auðveldara með að einbeita sér. Gylfi Jón segir að fyrstu vísbendingar bendi til að þessi nálgun virðist henta ákveðnum hópi nemenda eins og drengjum á unglingastigi betur en hefðbundin kennsla.
Tækið virðist gera þeim kleift að aðlaga námsgögn og kennslu að sér auk þess sem þeir hafi áhuga á tækinu sjálfu og því er áhuginn meiri. Gylfi Jón sérstaklega ánægjulegt að nemendur séu áhugasamari um nám sitt þar sem ein meginforsenda þess að nám eigi sé stað er að nemendur hafi áhuga á því sem þeir eru að fást við.