Nemendur í FS safna fyrir veikan skólafélaga
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, N.F.S., stendur fyrir góðgerviku þessa vikuna og er að safna fyrir skólafélaga sem er að glíma við krabbamein. Nemendur í FS hafa staðið sig gríðarlega vel í söfnuninni og vill NFS hvetja fyrirtæki og einstaklinga í samfélaginu til að koma saman sem eitt samfélag og styrkja málsstaðinn einnig með framlagi. Hægt verður að styrkja með beingreiðslum inn á reikning félagsins sem mun allt fara í styrktarsjóðinn. Hugmyndir að greiðslum geta verið:
-
10.000 kr
-
30.000 kr
-
50.000 kr
-
Frjálst framlag
Hægt er að taka þátt með að senda tölvupóst á okkur á [email protected] eða inná [email protected] þar sem bankaupplýsingar fylgja með og við sendum kröfu á ykkur eða þar sem þið getið lagt inn á eftirfarandi reikning:
Upplýsingar NFS
Kennitala : 620103-2170
Reikningsnúmer : 0121-26-004177
„Munum það að margt smátt gerir eitt stórt og málsstaðurinn hefur sjaldan verið jafn mikilvægur,“ segir í frétt frá NFS.