Nemendur í Akurskóla hreinsuðu strandlengju Innri- Njarðvíkur
- Kom þeim á óvart hversu mikið rusl þau fundu
Nemendur Akurskóla hafa verið að læra um endurvinnslu í vetur og þeim vandamálum sem fylgja plasti í umhverfinu ásamt öðru rusli í sjónum. Viðfangsefnið snerti við nemendum og ákváðu nemendur á miðstigi að hreinsa strandlengjuna við Innri- Njarðvík í fjölvali eða svokallaðri útihringekju.
Það kom nemendum á óvart hversu mikið rusl þau fundu og komu starfsmenn Reykjanesbæjar til hjálpar við að fjarlægja ruslið sem krakkarnir höfðu hreinsað. Annar hópur mun síðan fara í næstu viku og hreinsa næsta hluta strandlengjunnar en þetta er liður í verkefninu Hreinsum Ísland.