Nemendur Heiðarskóla rækta upp útivistarparadís í gömlu grjótnámunni við Heiðarholt
„Þetta á að verða útivistarparadís í framtíðinni, bæði fyrir nemendur Heiðarskóla og fyrir íbúa Reykjanesbæjar,“ segir Gunnar Þór Jónsson skólastjóri Heiðarskóla en formlegt upphaf uppbyggingar í gömlu grjótnámunni norðan við Heiðarholt fór fram í morgun þegar nemendur Heiðarskóla gengu þangað í rokinu og kveiktu varðeld. Fyrirhugað er að þarna verði um 1700 trjám plantað og útikennsla verði stunduð þarna á komandi árum. Hugmyndin kviknaði síðasta haust og styrkur fékkst frá bænum uppá 150 þúsund krónur.Ýmsar hugmynd hafa verið á lofti með það sem gæti verið í gryfjunni sem hefur staðið auð í fjölda ára og oftar en ekki hefur fólk stundað það að fleygja þangað ýmsum úrgangi. Það er hins vegar úr sögunni. Gunnar segir mikla möguleika vera fyrir hendi á svæðinu. „Við höfum hugsað okkur að vera með kennslu þarna, helst þá í náttúrufræði og íþróttum en fyrirhugað er að reisa þarna skýli eða jafnvel húsnæði en þetta er hugsjónar verkefni sem tekur tíma að rækta upp,“ sagði Gunnar að lokum.
Vf Myndir Eyþór Sæmundsson: Nemendur mynduðu hring í gryfjunni og nokkrir nemendur tendruðu bál
[email protected]