Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nemendur Grunnskólans í Sandgerði frá frían hafragraut
Hressir nemendur í morgunmat í Grunnskólanum í Sandgerði.
Föstudagur 26. ágúst 2016 kl. 06:00

Nemendur Grunnskólans í Sandgerði frá frían hafragraut

- Liður í heilsueflandi skóla

Nemendum Grunnskólans í Sandgerði stendur til boða að fá sér hafragraut í skólanum á hverjum degi áður en kennsla hefst. Með grautnum er boðið upp á mjólk, kanilsykur og rúsínur. Boðið hefur verið upp á hafragraut síðastliðin þrjú ár. Að sögn Hólmfríðar Árnadóttur, skólastjóra í Grunnskólanum í Sandgerði, hafa hátt í fjörutíu nemendur nýtt sér boðið, sem og nokkrir starfsmenn. „Þetta er liður í heilsueflandi skóla og mikilvægt fyrir þá sem ekki geta hugsað sér að borða strax á morgnana en geta þá fengið sér staðgóðan morgunverð þegar í skólann er komið. Við myndum auðvitað vilja að enn fleiri nýttu sér grautinn en fjöldinn er einnig vísbending um þeir hinir sömu eru þá að fá sér góðan morgunmat heima,“ segir hún.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024