Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nemendur FS styrkja Fjölsmiðjuna
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 14:28

Nemendur FS styrkja Fjölsmiðjuna

Í tilefni af forvarnarviku gegn einelti sem var í FS þá unnu nemendur í textíl til góðs. Þeir saumuðu og seldu fjölnota taupoka til styrktar Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum. 

Þorvarður Guðmundson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar ræddi við nemendur um starfsemina og markmið hennar, en Fjölsmiðjan gegnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á virkniúrræðum fyrir ungt fólk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þorvarður sagði við afhendinguna að styrkurinn færi í að kosta næstu skemmtiferð nemanna í Fjölsmiðjunni.