Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendur FS í ferðaþjónustustörfum
Föstudagur 22. apríl 2011 kl. 09:17

Nemendur FS í ferðaþjónustustörfum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þessari önn hafa nemendur á ferðaþjónustubraut í Fjölbrautarskóla Suðurnesja átt þess kost að kynnast vinnustöðum á svæðinu þar sem þjónusta við ferðamenn er viðfangsefnið. Hafa ýmsir staðir í ferðaþjónustu á Suðurnesjum og einn í Reykjavík tekið nemana í kynningu. Nemendur velja tvo af þessum stöðum og mæta a.m.k. 20 tíma á hvorn stað. Mætt er til vinnu utan skólatíma og eru sumir komnir á vinnustaðina eldsnemma eða á þeim tíma sem flugfélögin opna fyrir innritun farþega sinna. Aðrir vinna kvöldvaktir og jafnvel næturvaktir á hótelunum. Ferðaþjónustustaðirnir eru Bláa lónið, hótel, hópferðafyrirtæki, upplýsingamiðstöðvar, tvö flugfélög, söfn og veitingastaður. Í sumum tilfellum eru nemendur búnir að finna sumarstarfið og jafnvel er framtíðarstarfið í augsýn.

FerdStarfsnamV2011-04

FerdStarfsnamV2011-02

FerdStarfsnamV2011-03

Myndir af vef Fjölbrautarskóla Suðurnesja, fss.is