Nemendur fræðist um Neyðarlínuna 112
Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Neyðarlínu heimsótt nemendur 8. og 9. bekkjar á höfuðborgarsvæðinu en í dag var komið að nemendum Reykjanesbæjar.
Starfsmenn Neyðarlínu - EINN EINN TVEIR kynntu neyðarnúmerið í Njarvíkur- og Myllubakkaskóla í morgun. Þar var farið yfir hvenær rétt er að hringja og hvernig best er að bera sig að þegar hringt er þannig að allar upplýsingar séu sem bestar svo hægt sé að aðstoða á sem bestan hátt. Ljósmyndari Víkurfrétta var staddur á kynningu sem fram fór í Heiðarskóla nú rétt undir hádegi en þar var starfsemi Neyðarlínunnar kynnt. Á komandi vikum er svo ætlunin að fara í aðra skóla Suðurnesja og í áframhaldi um allt land.
Nú fer senn að líða að EINN EINN TVEIR deginum og þemað verður neyðarnúmerið 112, því er mikilvægt að almenningur sé sem best upplýstur þegar eitthvað gerist og það þarf aðstoð hvort sem er við slys eða veikindi.