Nemendur Fisktækniskólans kynntu sér atvinnulífið
Nemendur, kennarar og starfsfólk Fisktækiskóla Íslands í Grindavík heimsóttu fyrirtæki og stofnanir í Grindavík í vikunni undir stjórn leiðsögn Gunnlaugs Dans Ólafssonar kennara við skólann. Seem kunnugt er var hann skólastjóri grunnskólans um árabil. Meðal annars kom hópurinn við í Kvikunni þar sem þessi mynd var tekin. Á myndinni er einnig Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.
Fisktækniskólinn hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri en fyrir skömmu kom menntamálaráðherra til Grindavíkur og undirritaði samning til eins árs um kennslu í fisktækni í tilraunaskyni. Um er að ræða kennslu í fiskvinnslu, fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt námsbrautarlýsingum í skólanámskrá, sem samþykkt var af ráðuneytinu 2012.