Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendum við Grunnskóla Reykjanesbæjar fjölgaði um 3,3%
Þriðjudagur 24. október 2006 kl. 13:56

Nemendum við Grunnskóla Reykjanesbæjar fjölgaði um 3,3%

Samkvæmt tölum frá Fræðsluskrifstofu hafa grunnskólar bæjarins ekki farið varhluta af fjölgun bæjarbúa á undanförnum tveimur árum.

Íbúar bæjarins eru um þessar mundir 11.709 en voru 11.345 í desember 2005.

Þessi íbúafjölgun hefur eðlilega haft í för með sér verulega fjölgun nemenda í grunnskólum eða úr 1786  í október 2005 í 1845 í október á þessu ári eða um 3,3% . Þetta er annað árið í röð sem við sjáum slíkar tölur og ef litið er til síðustu tveggja ára hefur því nemendum í grunnskóla fjölgað um 120 sem er tæplega 7% fjölgun.

Mikil fjölgun hefur einnig orðið á nemendum Frístundaskólans milli ára úr 190 í 250 börn sem er 31,5% fjölgun.

www.reykjanesbaer.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024