Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nemandi úr Holtaskóla sigraði upplestrakeppnina
Miðvikudagur 10. mars 2004 kl. 18:27

Nemandi úr Holtaskóla sigraði upplestrakeppnina

Bjarni Benediktsson nemandi úr Holtaskóla sigraði í úrslitum stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag. Í öðru sæti varð Bjarni Reyr Guðmundsson úr Heiðarskóla og í því þriðja varð Elsa Dóra Hreinsdóttir úr Myllubakkaskóla.
Alls tóku 14 nemendur þátt í úrslitum stóru upplestrarkeppninnar, en nemendurnir komu úr 7. bekkjum grunnskóla í Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum á Vatnsleysuströnd. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu tónlist á milli atriða.

Þetta er í 7. skiptið sem stóra upplestrarhátíðin er haldin í Reykjanesbæ. Í ár taka þátt í keppninni um 4300 nemendur úr 255 bekkjardeildum frá 151 skóla. Keppnin stendur yfir frá 16. nóvember til loka mars og lýkur með 32 hátíðum sem haldnar eru víða um land.

Ljósmynd: f.v.: Bjarni Guðmundsson úr Heiðarskóla sem lenti í öðru sæti, Bjarni Benediktsson úr Holtaskóla sem lenti í fyrsta sæti og Elsa Dóra Hreinsdóttir úr Myllubakkaskóla sem lenti í þriðja sæti. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024