Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemandi Keilis og MSS heiðraður
Mánudagur 5. desember 2011 kl. 18:15

Nemandi Keilis og MSS heiðraður

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins var haldinn föstudaginn 3. desember. Einn af föstum liðum á ársfundum Fræðslumiðstöðvarinnar eru viðurkenningar til tveggja nemenda sem þykja fyrirmyndir annara í námi fullorðinna. Það eru samstarfsaðilar FA sem geta tilnefnt til þessara verðlauna og koma tilnefningar frá símenntunarmiðstöðvum alls staðar að á landinu.

Að þessu sinni var annar nemandinn, Jón Heiðar Erlendsson, af Suðurnesjum. Hann kom aftur inn í skóla að loknu löngu hléi og kom í nám hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum þaðan sem hann útskrifaðist með sóma úr Menntastoðum. Í beinu framhaldi hóf hann nám á Háskólabrú Keilis og lauk þaðan námi fyrr á árinu og stundar nú nám í rafmagnsverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

Það er óhætt að segja að margt gott er að gerast í menntamálum hér á Suðurnesjum en þetta er annað árið í röð sem fyrirmyndarnemandinn kemur frá MSS.

Á myndinni má sjá Jón Heiðar með kennurum sínum úr MSS og Keilis ásamt framkvæmdastjóra Fræ, Ingibjörgu Guðmundsdóttur.