Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. september 2000 kl. 14:53

Nefbraut dyravörð

Dyravörður í Stapa nefbrotnaði þegar óánægður og mikið ölvaður ballgestur skallaði hann í andlitið. Atburðurinn átti sér stað á aðfaranótt sunnudags. Verið var að tæma húsið en ballgesturinn æddi inní fatahengi og var að gramsa í fötum sem þar voru. Dyravörðurinn reyndi að koma honum út en þá reiddist gesturinn og skallaði dyravörðinn með fyrrgreindum afleiðingum. Vitað er hver árásarmaðurinn er og dyravörðurinn hefur kært hann fyrir líkamsárás.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024