Nef farþegaþotu mölbrotið eftir eldingu
Flugvél Icelandair sem eldingu laust í skömmu eftir flugtak frá Keflavík í kvöld er með talsverða skemmd á nefi. Önnur vél fór með farþegana til New York á níunda tímanum í kvöld eftir að hafa fengið áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem voru tekin var skömmu eftir lendingu í Keflavík er veruleg skemmd á nefi vélarinnar. Lending tókst mjög vel og að sögn Karls Georgs Magnússonar, aðgerðarstjóra Rauðakrossins í Keflavík voru farþegarnir eitthundrað og fimmtíu flestir mjög rólegir eftir óhappið en svokallað áfallahjálparteymi frá félaginu talaði við farþegana í Leifsstöð. Karl Georg segir að áhöfnin með flugstjórann fremstan í flokki hafi sýnt mjög fagleg viðbrögð um borð eftir óhappið.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta þótti þáttur flugstjórans mikilvægur en hann talaði nánast stöðugt við farþegana frá því óhappið varð og þar til vélinni var lent í Keflavík. Einhverjir farþegar sögðust þó hafa orðið varir við blossa og hvell þegar eldingunni laust í vélina.
Þá sagði einn farþeganna í samtali við NFS fréttastofuna í kvöld að einhverjir hefðu grátið. Allir héldu þeir þó för sinni áfram með annarri flugvél Icelandair á níunda tímanum í kvöld.
VF-mynd: Nef vélarinnar er mölbrotið.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem voru tekin var skömmu eftir lendingu í Keflavík er veruleg skemmd á nefi vélarinnar. Lending tókst mjög vel og að sögn Karls Georgs Magnússonar, aðgerðarstjóra Rauðakrossins í Keflavík voru farþegarnir eitthundrað og fimmtíu flestir mjög rólegir eftir óhappið en svokallað áfallahjálparteymi frá félaginu talaði við farþegana í Leifsstöð. Karl Georg segir að áhöfnin með flugstjórann fremstan í flokki hafi sýnt mjög fagleg viðbrögð um borð eftir óhappið.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta þótti þáttur flugstjórans mikilvægur en hann talaði nánast stöðugt við farþegana frá því óhappið varð og þar til vélinni var lent í Keflavík. Einhverjir farþegar sögðust þó hafa orðið varir við blossa og hvell þegar eldingunni laust í vélina.
Þá sagði einn farþeganna í samtali við NFS fréttastofuna í kvöld að einhverjir hefðu grátið. Allir héldu þeir þó för sinni áfram með annarri flugvél Icelandair á níunda tímanum í kvöld.
VF-mynd: Nef vélarinnar er mölbrotið.