Nauðsynlegt að stækka Útskálakirkjugarð
Nauðsynlegt er að stækka kirkjugarðinn að Útskálum í Sveitarfélaginu Garði. Sóknarnefnd Útskálakirkju hefur sent bæjaryfirvöldum erindi vegna málsins.
Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar, mætti á fund bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs í síðustu viku til að ræða nauðsyn þess að stækka kirkjugarðinn hið fyrsta. Hluti af kostnaði við framkvæmdina mun falla í hlut sveitarfélagsins.