Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nauðsynlegt að fjölga stöðugildum við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Mánudagur 5. júní 2017 kl. 05:00

Nauðsynlegt að fjölga stöðugildum við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Síðasta vetur hafa um 840 nemendur verið í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. 370 nemendur eru í hljóðfæra- og söngnámi en aðrir eru í forskóla grunnskólanna. Farið var yfir vetrarstarfið hjá tónlistarskólanum á síðasta fundi Fræðsluráðs Reykjanesbæjar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar kom fram að ekki verði miklar breytingar á kennaramálum næsta skólaár og að ráðningamál gangi vel. Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Haraldur Árni Haraldsson, vék á fundi Fræðsluráðs sérstaklega að því að mikil þörf væri á að fjölga stöðugildum við skólann vegna fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu.