Nauðsynlegir neyðarhnappar
Síðasta vika var fremur róleg hjá slökkviliðinu. Þrjú útköll voru vegna bruna og sjö sjúkraflutningar. Brunavarnir Suðurnesja veita bæjarbúum ýmis konar þjónustu, m.a. eftirlit með bruna-, vatnsviðvörunar- og þjófavarnarkerfum og neyðarhnöppum.Að sögn Jóns Guðlaugssonar, varaslökkviliðsstjóra, nýta bæði einstaklingar og fyrirtæki sér vaktþjónustu B.S. og eftirspurn eftir henni hefur aukist jafnt og þétt. „Ef vatnsleki kemur upp í húsi þá sjáum við það strax á kerfinu hjá okkur og förum á staðinn. Þar með er hægt að koma í veg fyrir mikið tjón, og hið sama má segja um bruna- og þjófavarnarkerfin. Kerfin eru orðin það fullkomin að við getum einnig fylgst með hvenær fólk kemur og fer, en það er þjónusta sem sum fyrirtæki eru farin að nýta sér“, segir Jón.Brunavarnir Suðurnesja sinna einnig útköllum frá neyðarhnöppum en þeir eru mikið þarfaþing fyrir eldri borgara og fólk sem á við veikindi að stríða. „Neyðarhnapparnir skapa mikið öryggi fyrir þá á þurfa að halda, ekki síst ættingja. Um leið og neyðarboð berast er sjúkrabíll ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum sendur á staðinn en við höfum lykla af viðkomandi íbúðum“, segir Jón.