Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nauðlenti í Keflavík á einum hreyfli
Mánudagur 2. júlí 2007 kl. 01:40

Nauðlenti í Keflavík á einum hreyfli

Um miðjan dag í gær, sunnudag,  lenti vél frá Delta flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli á einum hreyfli.  Vélin hafði misst afl á öðrum hreyfli vélarinnar skammt frá Íslandi og ákvað flugstjórinn að lenda vélinni í Keflavík.

Vélin, sem er að gerðinni Boeing 767-300 var að koma frá Þýskalandi á leið til Bandaríkjanna með 225 farþega um borð.  Ekki var óskað eftir áfallahjálp fyrir farþeganna, þar sem ekkert amaði að þeim.  Var þeim síðan boðin skoðunarferð í Bláa lónið.

Önnur vél frá Dleta flugfélaginu verður síðan send eftir farþegunum og er sú vél væntanleg um í gærkvöldi.

Viðbúnaðarstig fyrir Keflavíkurflugvöll var virkjað og gekk allt vel fyrir sig og var því aflétt er vélinn lenti.

 

Mynd: Flugvél frá Delta í Keflavík. Ljósmyndari: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024