Nauðgunar- og kynferðisbrotamálum fækkar
Fjögur nauðgunarmál komu til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á síðata ári á móti átta málum árið áður. Misneytingarmál voru þrjú og sifjaspellsmál voru tvö í fyrra en höfðu verið fimm árið 2008. Kynferðisbrot gagnvart börnum voru fimm í fyrra en fjórtán slík mál komu til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á árinu 2008. Þá komu tvö mál er varða prentun, útbreiðslu og vörslu kláms til lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrra.