Náttúruleg leiktæki sett upp í Selskógi
Æðsta fólk Grindavíkur tók til hendinni
Vinnudagur Skógræktarfélags Grindavíkur var í Selskógi í gær þar sem fjöldi fólks mætti með stjórn Skógræktarfélagsins, bæjarstjóra, formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar ásamt Páli Gíslasyni gröfumanni í broddi fylkingar.
Sett voru upp náttúruleg leiktæki en efniviður er úr skóginum sjálfum, tré sem voru grisjuð voru notuð í leiktækin. Verkið gekk vel og vinnugleðin skein úr hverju andliti. Vel tókst til og er verkið langt komið.
Er ljóst að með tilkomu Ingibjargarstígar, frá Grindavík og í Selskóg, stígagerð almennt í Grindavík og nú síðast uppbygging í Selskógi, munu Grindvíkingar nýta sér útivistarmöguleika í Selskógi mun meira í framtíðinni.
Frétt frá heimasíðu Grindavíkur þar sem sjá má fleiri myndir.
Instagram mynd frá Kristínu Maríu Birgisdótti formanni bæjarráðs.