Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námsstyrkir Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík veittir
Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 10:30

Námsstyrkir Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík veittir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árlegum námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Eftirtaldir námsmenn fengu styrk að upphæð kr. 150.000 í ár:

Elín Halldórsdóttir sem lauk kennslufræði listgreina frá Listaháskóla Íslands, Guðmundur Freyr Atlason sem er að ljúka meistaranámi í orkuverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur, Hjördís Birna Hjartardóttir sem hefur lokið BA námi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og mun ljúka meistaranámi í lögfræði frá sama skóla og Jóna Marín Ólafsdóttir sem hefur lokið BSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og er á leið í mastersnám.

Dómnefnd var skipuð: Hjálmari Árnasyni frá Keili, Oddnýju G. Harðardóttur, bæjarstjóra í Garði, og Guðjónínu Sæmundsdóttur frá Miðstöð símenntunar.

Námsstyrkirnir sem nú eru veittir eru til þeirra námsmanna sem eru að ljúka framhaldsnámi á háskóla- eða tækniskólastigi. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ætíð styrkt íþrótta- og menningarstarf á starfssvæði sínu og eru námsstyrkirnir mikilvægur hluti af því starfi. Þeir hafa nú verið veittir átján ár í röð og hafa samtals 67 námsmenn fengið styrki. Með styrkveitingunum er Sparisjóðurinn að veita viðurkenningar til þeirra er lokið hafa krefjandi námi og jafnframt að fjárfesta í fólki sem skilar okkur hærra menntunarstigi og fjölbreyttara mannlífi.


Meðfylgjandi mynd frá vinstri: Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri, Guðmundur Freyr Atlason, Elín Halldórsdóttir, Jóna Marín Ólafsdóttir, Erna f.h. Hjördísar Birnu Hjartardóttur og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri.