Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námsstyrkir Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík afhentir
Fimmtudagur 30. júní 2005 kl. 17:10

Námsstyrkir Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík afhentir

Árlegum námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík  hefur verið úthlutað.  Eftirtaldir námsmenn fengu styrk að upphæð kr. 125.000 í ár:

Ellert Hlöðversson sem útskrifast með B.S. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands, Kolbrún Árnadóttir en hún útskrifast með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands sem grunnskólakennari, Ragnar Már Skúlason sem útskrifast með B.S. í alþjóða viðskiptafræðum frá  Webber International University og Sturlaugur Jón Björnsson sem útskrifast með meistaragráðu í hljóðfæraleik frá Boston University.

Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum er skipuð eftirtöldum aðilum:

Oddný Harðardóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, formaður dómnefndar
Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS
Hrannar Hólm, ráðgjafi hjá KPMG.

Sparisjóðurinn í Keflavík hefur dyggilega stutt við bakið á námsfólki frá Suðurnesjum með ýmsum hætti í gegnum tíðina og eru styrkveitingarnar hluti af Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins.

Hjá Sparisjóðnum stendur námsmönnum til boða margvísleg fjármálaþjónusta og ber þar hæst yfirdráttur vegna námslána. Auk þeirra lána má nefna hagstæð lán til námsmanna vegna tölvukaupa eða ferðalaga og bókastyrki sem úthlutaðir eru til 25 námsmanna í byrjun hverrar skólaannar.

Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ætíð styrkt íþrótta- og menningarstarf á starfssvæði sínu og eru námsstyrkirnir mikilvægur hluti af því starfi. Námsstyrkir hafa nú verið veittir fimmtán ár í röð og hafa samtals 57 námsmenn fengið styrki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024