Námskeið í svæðaleiðsögn
 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum áætlar að fara af stað með annað námskeið í svæðisbundnu leiðsögunámi á Reykjanesi.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum áætlar að fara af stað með annað námskeið í svæðisbundnu leiðsögunámi á Reykjanesi.Umsækjendur þurfa að vera 21 árs, hafa stúdentspróf, sambærilega menntun eða viðeigandi reynslu. Inntökuprófin verða munnleg og á því tungumáli sem viðkomandi ætlar að leiðsegja á. Inntökuprófið verður þreytt í janúar 2005.
Námið fer fram samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytis 2004 og er því 204 klst. nám sem samsvarar 17 einingum. Meðal námsgreina sem kenndar eru má nefna: Atvinnuvegir, Dýralíf, Gróður – náttúruvernd og leiðsögutækni.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá MSS í síma 421 7500.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				