Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. október 2001 kl. 09:16

Námskeið í forvörnum gegn sjálfsvígum

Æskulýðsráð ríkisins hefur gefið út námsefnið „Sjálfsvígsatferli ungs fólks“ sem verður kennt á námskeiðum víðs vegar um landið. Námsefnið verður kynnt á námskeiði í Reykjanesbæ í dag en námskeiðin eru ætluð forstöðumönnum félagsmiðstöðva og annars félagsstarfs, kennurum og öðrum sem vinna með börnum og unglingum. Gert er ráð fyrir að einn kennari úr hverjum grunnskóla og FS muni sitja námskeiðið og síðan deila með samkennurum sínum námsefninu. Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að styrkja námskeiðið um 70.000 kr. en Æskulýðsráð ríkisins styrkir hvert námskeið um 30.000 kr. Sálfræðingar munu kynna sjálfsvígsatferli ungs fólks og svara spurningum gesta en námskeiðið tekur 7 klst. í allt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024